Mál að fara

Mál að fara
(Lag / texti: Bragi Valdimar Skúlason / Káinn (Kristján Níels Júlíus Jónsson))

Þú fríðasta flaskan í heimi,
eg fann þig á ókunnri strönd;
eg veit þú átt systur á sveimi,
en sjálfri þér aldrei eg gleymi,
og tek mér þinn tappa í hönd.

Ég villtist á vestlægar slóðir,
þú veittir mér unun og frið.
Eg kyssi þig, kærleikans móðir,
og kossarnir þykja mér góðir;
þeir koma’ ekki kvenfólki við.

Við skulum fara að fara
fyrr en komin er nótt.
Komdu nú barasta bara,
barasta komdu nú fljótt!

Eg brúka þig eins og eg ætti
og uni mér glaður hjá þér.
Eg fer ekki fyrr en eg hætti,
og færi ekki, þó að eg mætti,
og hætti’ ekki fyrr en eg fer.

Við skulum fara að fara
fyrr en komin er nótt.
Komdu nú barasta bara,
barasta komdu nú fljótt!

[af plötunni Baggalútur – Kveðju skilað]