Nei

Nei
(Lag / texti: Steindór Ingi Snorrason / Róbert Örn Hjálmtýsson, Sverrir Þór Sverrisson, Steindór Ingi Snorrason)

MÁ ÉG FÁ MÉR NAMMI Í DAG?
MÁ ÉG PANTA PIZZU Í KVÖLD?
MÁ ÉG BAKA SMÁKÖKUR?
EÐA SPRENGJA VATNSBLÖÐRUR?

MÁ ÉG VAKA FRAM EFTIR?
MÁ ÉG FARA Í FREYÐIBAÐ?
MÁ ÉG FARA Í TÖLVUNA?
ÞÚ ERT EKKI AÐ NOTA HANA.

NEI, NEI, NEI, NEI, NEI, NEI.

MÁ ÉG FARA Í SKEMMTIGARÐ?
MÁ ÉG GERA SÍMAAT?
MÁ ÉG HORFA Á SJÓNVARPIÐ?
EÐA FÁ MÉR GÆLUDÝR?

MÁ ÉG SMAKKA DRYKKINN ÞINN?
MÁ ÉG FARA ÚT HÚFULAUS?
MÁ ÉG SOFA Í TJALDI Í NÓTT?
ÞÚ ÞARFT BARA AÐ SEGJA JÁ.

NEI, NEI, NEI, NEI, NEI, NEI.

EKKI GERA MIG ÓÐAN.
EKKI GERA MIG SNAR.
VILTU REYNA AÐ HLÝÐA?
VILTU VERA TIL FRIÐS?
OG HÆTTA AÐ SUÐA?

VILTU REYNA DRÍFA ÞIG? (NEI)
VILTU LÆSA HJÓLINU? (NEI, ÉG NENNI ÞVÍ EKKI)
VILTU HENGJA UPP ÚLPUNA? (NEI, NEI, NEI)
OG REYNDU AÐ SÝNA KURTEISI.

VILTU FARA Í NÁTTFÖTIN? (NEI, ÉG VIL ÞAÐ EKKI)
VILTU BURSTA TENNURNAR? (NEI, ÉG GERÐI ÞAÐ Í GÆR)
VILTU KLÁRA MATINN ÞINN? (NEI, NEI, NEI,)
ALLAVEGA HELMINGINN.

[af plötunni Spilagaldrar – Kóngsbakki 7]