Sveitasæla

Sveitasæla
(Lag / texti: Steindór Ingi Snorrason / Sverrir Þór Sverrisson og Róbert Örn Hjálmtýsson)

UPPÍ SVEIT ER MIKIÐ AF DÝRUM.
ÞAR ER LÍKA MIKIÐ AF KÝRUM. (?!) (EÐA KÚM)
ÞAÐ ER GAMAN AÐ ELTA KINDUR,
SÉRSTAKLEGA ÞEGAR ÞAÐ ER MIKILL VINDUR.

GAMAN ER AÐ SJÁ ULLINA FJÚKA
OG FYNDIÐ AÐ HORFA Á SVÍNIN KÚKA.
AMMA TRANSAST ALLTAF UPP
ÞEGAR HESTURINN ER INNÍ STOFU.

AFI LIGGUR UPPÍ SÓFA
OG AMMA HÆTTIR EKKI AÐ SÓPA
OG GAMLI HUNDURINN, SEM ER HEYRNARLAUS
VERÐUR ÚTUNDAN Í ÖLLUM ÞESSUM SELSKAP.

ÉG FER Á SUMRIN TIL ÖMMU OG AFA
OG AMMA ER ALLTAF AÐ LÁTA MIG VINNA,
RAKA HEYIÐ OG MOKA KÚKINN
EN AFI ER EINI MAÐURINN SEM SKILUR MIG!

ÉG SÁ SKEGGRÓT VAXA Á SVÍNI,
ÉG ER EKKI AÐ TALA Í GRÍNI.
VIÐ HLÓGUM UPPHÁTT, AFI OG ÉG
EN SVO KOM AMMA OG SKEMMDI STUÐIÐ.

AFI REYKIR PÍPUTÓBAK
OG AMMA HÆTTIR EKKI AÐ KVARTA
OG GAMLI HUNDURINN, SEM ER SJÓNSKERTUR
VERÐUR ÚTUNDAN Í ÖLLUM ÞESSUM SELSKAP.

NIÐRÍ KJALLARA ER AFI AÐ SMÍÐA
HITAKOFA HANDA HUNDINUM
SEM ÉG TALAÐI DÁLÍTIÐ UM ÁÐAN
EN AMMA MÍN ER ALLTAF EITTHVAÐ AÐ MÓTMÆLA!

ÉG SÁ NAUTGRIP STANDA Á HÖNDUM
UMKRINGDUR TRYLLTUM ÖNDUM
EN AMMA SKEMMIR ALLTAF ALLT
OG BREYTIR ÞESSU ÖLLU SAMAN Í KÆFU.

AFI REYKIR PÍPUTÓBAK
OG AMMA HÆTTIR KKI AÐ ÖSKRA!
OG GAMLI HUNDURINN, SEM ER FÓTBROTINN
VERÐUR ÚTUNDAN Í ÖLLUM ÞESSUM SELSKAP.

AFI.
JÁ, HANN AFI ER SVO FRÁBÆR,
MIKLU SKEMMTILEGRI EN AMMA
SEM ER ALLTAF AÐ REYNA AÐ SKEMMA ALLT!

AFI, KOMDU ÚT AÐ TJÚTTA
MEÐ BELJUNUM SEM ERU ÚTÍ FJÓSI.
ÞAÐ ER SVO GAMAN AÐ HEIMSÆKJA AFA MINN.
ÞAKKA ÞÉR FYRIR ALLT
AFI.

[af plötunni Spilagaldrar – Kóngsbakki 7]