Afi minn og amma mín
(Lag & texti: Bragi Valdimar Skúlason)
Afi minn og amma
eru sæt og fín.
Úti‘ á Bakka búa
með öll bætiefnin sín.
Amma eldar kjötfars
og afi tyggur skro
og gengur um í grænum inniskóm
sem gjarnan mætti þvo.
Þau eru sæt og klár
hafa verið til í hundrað ár.
Amma á alltaf köku
og eitthvað nammigott
og gommu af gömlu drasli
sem er gagnslaust, en samt flott.
Og alskeggið hans afa
er ótrúlega þykkt
og af því leggur glettilega góða
gamalmennalykt.
Þau eru sæt og klár
hafa verið til í þúsund ár.
Þau eru indæl grey
og það besta er þau segja aldrei nei.
Þau eru sæt og klár
hafa verið til í milljón ár.
Þau eru bestu skinn
Obæði amma mín og afi minn.
Þau eru sæt og klár
hafa verið til í billjón ár.
Ég elska þau mjög heitt
þótt þau virðist aldrei gera neitt
[af plötunni Bragi Valdimar Skúlason og Memfis mafían – Gilligill]