Gordjöss

Gordjöss
(Lag / texti: Memfis mafían / Bragi Valdimar Skúlason)

Líkt og fuglinn Fönix rís
fögur lítil diskódís
upp úr djúpinu – gegnum diskóljósafoss.
Ég er flottur. Ég er frægur.
Ég er kandískandífloss.

Söngröddin er silkimjúk.
Sjáið bara þennan búk
– instant klassík – hér er allt á réttum stað.
Ég er fagur. Ég er fríður.
Ég er glamúrgúmmelað.

Það geta ekki allir verið gordjöss.
Það geta ekki allir verið töff.
Það geta ekki allir orðið fabjúlöss
– eins og ég.

Húðinni í Dior drekkt,
dressið óaðfinnanlegt.
Hvílík fegurð – hvað get ég sagt?
Ég er dúndur. Ég er diskó.
Það er mikið í mig lagt.

Það geta ekki allir verið gordjöss.
Það geta ekki allir verið töff.
Það geta ekki allir orðið fabjúlöss
– eins og ég.

[m.a. á plötunni Prófessorinn og Memfis mafían – Diskó eyjan]