Afturábak

Afturábak
(Lag / texti: erlent lag / Halldór Gunnarsson)

Hvernig sem ég hamast við
að halda taktinum við almættið
aldrei finn ég hinn umrædda frið.

Ég hef hin og þessi hollráð reynt
hugsað stíft en aldrei ratað beint
eins og aðrir, mér gengur allt seint.

Þó að ég sé skratti skýr
skelfist ei lífsins ævintýr
er ég fastur í afturábakgír
öllum stundum vitlausum gír.

Aftur á bak (horfðu á mig rúlla)
Aftur á bak (niðr‘ eftir öllu, rennblautir bremsuborðar)
Aftur á bak (fjöldinn sem ég mæti)
Aftur á bak (verstur af öllu er bannsettur hálsrígurinn)

Ég held að það sé eina úrræðið
að ég snúi þessum heimi við
og aki síðan upp við hans hlið.

Þetta gæti orðið vandaverk
því veröldin er alltaf fjandi sterk
og þótt ég tapi er tilraunin merk.

Aftur á bak…

[af plötunni Pálmi Gunnarsson – Hvers vegna varstu‘ ekki kyrr]