Léttúðin
(Lag / texti Arnar Sigurbjörnsson / Davíð Stefánsson frá Fagraskógi)
Hún vafði mig örmum vordaginn langan
og kyssti mig hlæjandi á kafrjóðan vangann
og svöluðu sál minni heitri
lauguðu hana ljúffengu eitri.
Leggst þú mér hjá
leggst þú mér hjá
leggst þú mér hjá – ég þrái þig að fá.
En eitrið brenndi‘ hana ótal sárum
og vangarnir fölnuðu og flutu í tárum
en kveljandi sviði af þeim sára bruna
vakti af svefni samviskuna.
Leggst þú mér hjá
leggst þú mér hjá
leggst þú mér hjá – ég þrái þig að fá.
[af plötunni Pálmi Gunnarsson – Hver vegna varstu‘ ekki kyrr]