Hún hefur trú á mér

Hún hefur trú á mér
(Lag / texti: erlent lag / Halldór Gunnarsson)

Þá flestir sofa.
Við gítarleik ég vinn og vísnasöng
vel flest kvöldin reynast æði löng.
Loksins er ég aftur kominn heim
einn frá þeim en hún er sofnuð.

Í rökkrinu á rúmstokkinn ég sest,
hún rumskar við og spyr hvað hafi gerst,
ég svara þetta gekk ekki sem verst
af vana mest.

Hún hefur trú á mér
á eitthvað sem ég ekki í mér sé
frá því ég sagði henni um sönginn minn
þegar heimurinn
vildi hlusta á.
(Af og frá)
En trygg hún trúir því
og því ég reyni alltaf enn á ný.
Kannske einhvern góðan veðurdag
kemur þetta lag
ég tóninn finn
í sönginn minn.

Ég læðist fram og lekann minn
finn og lít þar næturhljóðan gítarinn
á laun, hann bíður þessi vinur minn
viðbúinn
að vaka með mér.

Í vafa hvað sé virkilega rétt
af veikum mætti oná hljóma dett
þeir minna helst á fræ sem rekst á klett.
Hún hefur trú á mér…