Drullum-sull

Drullum-sull
(Lag / texti: Ólafur Haukur Símonarson / Kristinn Einarsson)

Hver vill skítinn,
hver vill reykinn,
hver vill sjóinn illa út leikinn?
Líttu inn í Leirvoginn,
ljótur er það haugurinn.

Drullum sull og sullum bull,
oj bjakk en það svínarí.
Drullum sull og sullum bull,
oj bjakk en það svínarí.

Örfirisey er ekki pen,
olíu og skítafen,
loðnuþrær sem lykta af grút.
Langar nokkurn þangað út?

Drullum sull og sullum bull,
oj bjakk en það svínarí.
Drullum sull og sullum bull,
oj bjakk en það svínarí.

Nauthólsvík er nálægt þér,
Nauthólsvikin líkar mér,
einkum þegar allt er hreint,
engu skólpi í sjóinn heimt.

Drullum sull og sullum bull,
oj bjakk en það svínarí.
Drullum sull og sullum bull,
oj bjakk en það svínarí.

Á Reykjanesi runnu hraun,
nú rennur vatn um þau á laun
með olíubragði ofan á
sem ekki lengur drekka má.

Drullum sull og sullum bull,
oj bjakk en það svínarí.
Drullum sull og sullum bull,
oj bjakk en það svínarí.

Í Straumsvíkinni er stækja oft,
stígur móðan upp í loft,
kerjabrotin kúra á bing
svo kemur eitrið dingaling.

Drullum sull og sullum bull,
oj bjakk en það svínarí.
Drullum sull og sullum bull,
oj bjakk en það svínarí.

[af plötunni Olga Guðrún Árnadóttir – Eniga meniga]