Það er munur að vera hvalur

Það er munur að vera hvalur
(Lag og texti: Ólafur Haukur Símonarson)

Það er munur að vera hvalur
og geta siglt um sjóinn
eins og skip, eins og skip,
eins og skip, eins og skip.

Ég er stærsti hvalur í heimi
og ég syndi um með merkilegan svip,
merkissvip, merkissvip, merkissvip.

Alla fiska sem ég finn,hvar sem er í hafinu.
Alla fiska sem ég finn, hvar sem er í hafinu
borða ég með munninum.

Ýsur og lýsur,
hámerar og vogmerar,
skrápflúrur og kollúrur,
þyrsklinga og brislinga,
hina snúandi og smjúgandi,
dansandi og glansandi,
ála, ála.

Alla fiska sem ég finn, hvar sem er í hafinu.
Alla fiska sem ég finn, hvar sem er í hafinu
borða ég með munninum.

[af plötunni Olga Guðrún Árnadóttir – Eniga meniga]