Ég klippi og raka menn

Ég klippi og raka menn
(Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk)

Ég klippi og raka menn
og krulla dægrin löng,
og ef að verður eitthvað hlé
ég iðka vísnasöng,
í hljómsveitinni heiðursgestir
hafa efst mig sett
og leyfi tíminn, löngum ég
hér leik á klarinett.

En gangi Tobbi gamli inn
með gráa skeggið sitt,
ég karli þvæ og kátur tek
svo klarinettið mitt,
og meðan þornar hárið hans
um heitan sólskinsdag
þá spjalla ég við speking þann
og spila þetta lag.

Ég uni mér við óma þá
þótt öðrum vaxi skegg,
og fursta heim og frægðarmenn
að fótum mér ég legg.
Hvað varðar þá um mat,
sem mark og mið sér hafa sett.
Ég lifi stutt og lifi vel
og leik á klarinett.

[af plötunni Kardemommubærinn – úr leikriti]