Húrrasöngur fyrir ræningjana
(Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk)
Snjall nú hljómi húrrasöngur skær:
Húrra, húrra…
Vegna fanganna frá því í gær.
Húrra, húrra.
Því að frelsi í dag fagna þeir,
Húrra, húrra.
Og þeir reiknast ei ræningjar meir.
Húrra, húrra.
Þessir öllu þorðu að voga
þreyttu kapp við æsta loga.
Þeim skal hrópa ferfalt húrra, heyr.
Húrra, húrra.
Nú Kasper er slökkvistjóri hér.
Húrra, húrra.
Og nú stjörnur og gullsnúrur ber.
Húrra, húrra.
Og nú fáum við fjölleikastað.
Húrra, húrra.
Með sinn forstjóra, ljón og allt það.
Húrra, húrra.
Senn þótt lengist vetrarvökur
vantar bæinn aldrei kökur.
Nú sér Jónatan jafnan um það.
Húrra, húrra…! Húrra!
[af plötunni Kardemommubærinn – úr leikriti]