Ég vildi að þú vissir

Ég vildi að þú vissir
(Lag og texti: Ólafur Þórarinsson)

Ég vildi að þú vissir
að víst ég elska þig.
Þó í fjarlægð farir,
þín fegurð heillar mig.

Þótt æ sé treg mín tunga
að tala ljúft til þín,
þá vil ég að þú vitir
þú verður ávallt mín.

Ég vildi að þú vissir
hve virtist mér án þín
allt lífið lítils virði
ef mín leiðarstjarna dvín.

Í leit um borg og bæi
og bæn um hugarró.
Nú loks ég kem að landi
úr lífsins ólgu sjó.

Nýjar leiðir leiddir þú mig
líkt og í draumi á æðra stig.
Því vil ég að þú vitir
að víst ég elska þig.

Ég vildi að þú vissir
hvers virði ástin er,
þótt skilji lífsins leiðir
lifir hún hjá mér.

Þó væri treg mín tunga
að tala ljúft til þín,
þá vil ég að þú vitir
þú verður ávallt mín.

[af plötunni Ólafur Þórarinson – Tímans tönn]