Haustregn

Haustregn
(Lag / texti: Ólafur Þórarinsson / Jónas Friðrik Guðnason)

Hnígur regn í húmi ótt,
ég heyri tár þess falla.
Það segir við sölnað gras
að sumar kveðji alla.

Og fuglinn er fegurst söng
og flaug sólskinsdægrin löng,
horfinn sé um höfin ströng
til hlýrri og betri staða.
Ég hlusta um hljóða nótt og heyri regnið gráta.

Og enginn fær sjálfsagt séð
þótt sjálfur ég gráti með.

Fel ég í haustsins regni tár mín,
svo að heimur greint ei fær
harma þá, er enginn maður skyldi sjá.

Fel ég í rigningunni sorgir,
svo að reyna enginn má
rigningunni tárin mín að greina frá.

[af plötunni Ólafur Þórarinsson – Tímans tönn]