Tímans tönn
(Lag og texti: Ólafur Þórarinsson)
Undarlegt hvað tíminn hefur tifað burt frá mér
og tekið allt sem mér er kærast og haldið því hjá sér.
Eina og öll mín æskuár sem aldrei koma á ný
og allar góðu stundirnar sem fóru fyrir bý.
Þær hurfu á braut, í tímans örlaga þraut.
Hversu oft þó reynt ég hef að tefja tímans gang,
en til þessa ávallt hefur færst of mikið í fang,
því að blessuð tímaklukkan tifar alltaf eins
og tilgangslaust að breyta‘ henni, það er ekki til neins.
Því tímans tönn, ei virðir boð né bönn.
Tíminn látlaust áfram líður, leifurhratt um hugann fer,
ekki eitt andartak hann bíður, nei hann bíður ekki eftir mér.
Ég vildi að einhver gæti stöðvað tímann tafarlaust
til að ekki renni saman sumar, vetur, vor og haust.
Þá gæti ég hugsað skýrt og skilið lífsins veg
og skynjað loka að veröldin er alveg stórkostleg.
Því tímans tönn er alltaf trú og sönn.
[af plötunni Ólafur Þórarinsson – Tímans tönn]