Sum börn

Sum börn
(Lag og texti: Bubbi Morthens)

Sum börn eiga foreldra aðeins að nafninu til,
einhvers staðar í kerfinu segir maður jú ég skil,
að ræna barn æskunni er aðeins fínna orð
yfir það sem lögin túlka og skilgreina sem morð.

Ekki benda á mig segir samviskan
sæl og glöð í hvurjum manni sem frasann kann,
ekki benda á mig segir kerfið hátt,
krakkar eiga stundum erfitt og hafa alltaf átt.

Sum börn lifa á götunni og gatan elur þau,
gott er að eiga barnapíu sagði ráðherranna og flaug
til Útópíu að finna út í fögrum stórum sal
hvort framtíðin sé bakhliðin á því sem koma skal.

Ekki er það mér að kenna segir samviskan
sæl og glöð í hvurjum manni sem frasann kann,
Ekki er það mér að kenna segir kerfið hátt,
krakkar eiga stundum erfitt og hafa alltaf átt.

Sjálfsmorðstíðni hjá unglingum á Íslandi er há,
annað sæti í heiminum er skjalfest á skrá,
útgjöld til menntamál eru grafir sem geyma orð.
Grikkir móta sömu stefnu en nota annað borð.

Ekki er það mér að kenna segir samviskan
sæl og glöð í hvurjum manni sem frasann kann,
Ekki er það mér að kenna segir kerfið hátt,
krakkar eiga stundum erfitt og hafa alltaf átt.

[af plötunni Bubbi Morthens – Lífið er ljúft]