Fjallið Skaldbreiður
(Lag / texti: erlent lag / Jónas Hallgrímsson)
Fanna skautar faldi háum
fjallið allra hæða val,
hrauna veitir bárum bláum
breiðan fram um heiðardal.
Löngu hefur logi reiður
okið steypu þessa við.
Ógnar skjöldu bungu breiður
ber með sóma réttnefnið.
Hver vann hér svo að með orku?
Aldrei neinn svo vígi hlóð.
Búinn er úr bálastorku
bergkastali frjálsri þjóð.
Drottins hönd þeim vörnum veldur,
vittu barn sú hönd er sterk,
gat ei nema guð og eldur
gjört svo dýrlegt furðuverk.
[af plötunni Karlakór Selfoss – Allt er fertugum fært]