Vinsamleg tilmæli
(Lag / texti: Ingibjörg Sigurðardóttir / Bjarni Lyngholt)
Ég veit er ég dey, svo að verði ég grátinn,
þar verðurðu eflaust til tak.
En ætlirðu blómsveig að leggja‘ á mig látinn,
þá láttu mig fá hann strax.
Og mig, eins og aðr,a sem afbragðsmenn deyja,
í annála skrásetur þú.
Og hrós um mig ætlarðu sjálfsagt að segja
en segðu það heldur nú.
Og vilji menn þökk mínum verðleikum sýna,
þá verður það efalaust þú,
sem sjóð lætur stofna í minningu mína,
en mér kæmi‘ hann betur nú.
Og mannúðar duluna þekki ég þína
sem þenurðu dánum í hag.
En ætlirðu‘ að breiða‘ yfir brestina mína
þá breiddu‘ yfir þá í dag.
[af plötunni Heyrði ég í hamrinum – ýmsir]