Heyrði ég í hamrinum

Heyrði ég í hamrinum
(Lag / texti: Ingibjörg Sigurðardóttr / Jóhann Gunnar Sigurðsson)

Heyrði ég í hamrinum
Hulda gígju sló,
ljúflingslagið
laðaði og dró.

Feginn vildi‘ ég heyra
þann hljómblíða slag,
því mig sækja leiðindi
er líður á dag.

Fögur eru löndin
fyrir austan sól.
Gaman væri‘ að eiga þar
athvarf og skjól.

[af plötunni Heyrði ég í hamrinum – ýmsir]