Kirkjuhvoll

Kirkjuhvoll
(Lag / texti: Bjarni Þorsteinsson / Guðmundur Guðmundsson)

Hún amma mín það sagði mér: Um sólarlags bil,
á sunnudögum gakk þú ei Kirkjuhvols til.
Þú mátt ei trufla aftansön álfanna þar.
Þeir eiga kirkju í hvolnum og barn er ég var.
Í hvolnum kvað við samhljómur
klukknanna á kvöldin.

Hún trúði þessi hún amma mín, ég efaði ei það,
að allt það væri rétt er hún sagði um þann stað:
ég leit því jafnan hvolsins með lotningu til,
ég lék mér ei þar nærri um sólarlagsbil.
Ég þóttist heyra samhljóminn
klukknanna á kvöldin.

[af plötunni Samkór Selfoss – Allt er fertugum fært]