Öræfasýn
(Lag og texti: Loftur Ámundason)
Lít ég af heiðar hárri brún
hérað á milli sanda.
Iðgrænar hlíðar, urð og tún,
ólgandi vötn því granda.
Ríkir í jökla reginsal
roðinn af sólareldi,
hnjúkurinn ofar Hvannadal
höfðingi í öræfaveldi.
[af plötunni Karlakór Selfoss – Allt er fertugum fært]