Hraustir menn

Hraustir menn
(Lag / texti: erlent lag / Jakob Jóhann Smári)

Ef þátt þú draum,
sýndu dáð, rætist hann þá.
Sé tíðin naum,
skaltu taka fastar á.
Og ef át þú heiðríkju hugans,
skaltu‘ ei hræðast, fylg þinni þrá.
Hugur af hug
tendrast dáðum og dug,
því að hraustir menn
hlýða hreystikallinu enn.

Fá mér þá alla,
sem aldregi hallast,
en æ láta sverfa til stáls.
Fáið mér karlmenn,
sem kunna að falla
í krafti hins réttláta máls.
Ó, brátt skal þá kalla
frá fjöru til fjalla,
til frelsisins orustubáls.
Ekkert hamlar hraustri sál
að halda manndóms braut.
Æ skal sigra sannleiksmál
og sérhver vinnast þraut.

[af plötunni Karlakórinn Söngbræður – Vorvindar]