Kór úr Finlandia
(Lag / texti: erlent lag / Axel Guðmundsson)
Þýtur í skógum eilíft aldalag,
ómar af þjóðar vorrar sögu‘ og hag,
allt það sem lifði‘ og leið vor fátæk þjóð.
Ljóma á vötnunum tár – og blóð.
Birta mun senn hinn nýja dýrðardag,
dásamlegt sumar yrkja‘ upp vetrarbrag.
Blessað af regni‘ og sindri sólarbáls
sértu æ, móðurjörð, heið og frjáls.
Þýtur í skógum höfugt harmalag.
Himnanna faðir, gef oss nýjan dag.
Lörð er í hlekki Finnlands frækna þjóð.
Flýtur á vötnunum tár – og blóð.
Þýtur í skógum þúsund raddað lag.
Þjóðin er risin upp við nýjan dag.
Lofsöngur hljómar hátt við morgunský.
Heilaga jörð, þú ert fædd á ný.
Heið og frjáls!
[af plötunni Karlakórinn Söngbræður – Vörvindar]