Fyrirgefðu mér

Fyrirgefðu mér
(Lag og texti: Bubbi Morthens)

Stundum er ég óþolandi ósanngjarn og þver,
þoli ekki sjálfan mig né hvernig ég er.
Ég reyni að vera í deginum og detta ekki út,
mér finnst ég vera að skríða gegnum flöskustút.
Fyrirgefðu mér.
Fyrirgefðu mér.
Fyrirgefðu mér.
Ég elska þig meira en lífið sjálft.

Stundum er ég barnalegur, bíð eftir sátt.
Bíð eftir kossinum og tala soldið hátt,
hvað allir séu erfiðir, þá sérstaklega þú,
yfir fljót skynseminnar vantar stundum brú.
Fyrirgefðu mér.
Fyrirgefðu mér.
Fyrirgefðu mér.
Ég elska þig meira en lífið sjálft.

[af plötunni Bubbi Morthens – 1000 kossa nótt]