Handtökusöngur

Handtökusöngur
(Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk)

Við stilltir megum vera
með styrka lund og hönd.
Við fanga þurfum ræninga
og færa þá í bönd.
Þeir skálkar eru slæmir.
Þeim skal refsað senn,
það eitt þeir eiga skilið
sem eru brotamenn.

Frá mér þeir stálu kjöti,
hve mikið enginn veit.
Og bjúgu hurfu einnig,
já, bæði stór og feit.
Þá skálka stöðva verður.
Þeim skal nú refsað senn,
það eitt þeir eiga skilið
sem eru brotamenn.

Frá mér þeir tóku kökur,
já, maður það er ljót,
og rúsínur og sultu.
Ef ræna þeir í nótt,
þá skálka stöðva verður.
Þeim skal nú refsað senn,
það eitt þeir eiga skilið
sem eru brotamenn.

[af plötunni Kardemommubærinn – úr leikriti]