Vísur Frú Bastían

Vísur Frú Bastían
(Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk)

Ég er kostakona –
og kann að sjóða mat.
Og Bastían minn bóndi sæll,
ei betri fengið gat.
Og hann er mesti heiðurskarl
með hjarta á réttum stað,
og annast löngum uppþvottinn.
En ekki meira um það.

Hann heldur röð og reglu
og ró í okkar bæ.
En ránsmenn voru að ræna hér
og rupla sí og æ.
Hann fékk þó kauða fangað loks
og fært þá steininn í,
þeir höfðu mætt hann marga stund,
þið megið trúa því.

Ég bý til risabjúgu
og brauð sem hæstu fjöll.
Því Kasper og Jesper og Jónatan
þeir éta kynstrin öll.
En ef þeir biðja um öl og vín
ég aðeins gef þeim te.
Og Bastían það fullgott finnst,
þó fangavörður sé.

Þó eru skinnin ágæt
en ættu að fara í bað,
því andlit þeirra eru svört.
Það er nú meira en það.
Til bóta stendur ennþá allt
með okkar fangasveit.
En hvað er best í bráð og leik,
hann Bastían minn veit.

[af plötunni Kardemommubærinn – úr leikriti]