Hann er svo blár

Hann er svo blár
(Lag og texti: Bubbi Morthens)

Elskan það er ekkert meir að segja
enginn bað mig ljúga eða þegja
ég skuldaði þér skýringu aðeins það
skella hurðum lagar ekkert eða hvað
hann er svo blár svo djúpur
heillandi blár svo gljúpur
svo blár þessi blús.

Það flýr enginn konugrátinn glaður
sína galla fegrar enginn maður
en þú finnur ekki slíkan mann í mér
ég er myrkfælinn engin hetja lýg að þér
hann er svo blár svo djúpur
heillandi blár svo gljúpur
svo blár þessi blús.

Ég elska daður en dansa ekki
ég dregst að þeim sem ég ekki þekki
ég vil það ekki en særi samt
af sársauka hef ég fengið minn skammt
hann er svo blár svo djúpur
heillandi blár svo gljúpur
svo blár þessi blús.

[af plötunni Bubbi og Megas – Bláir draumar]