Hestur og kerra

Hestur og kerra
(Lag og texti: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson)

Hestur og kerra,
hestur og kerra.
Áfram fetar fákurinn,
fer að æsast leikurinn.
Hestur og kerra,
hestur og kerra.
Áfram brokkar gamla, góða Snerra.

Áður voru aðrir tímar,
engir bílar, hjól og símar,
fyrirhöfn að ferðast um sveit.
Í hestakerru hafði gaman
hópurinn af krökkum saman.
Allir voru‘ í ævintýraleit.

Hestur og kerra…

Á leið til kirkju litla Stína,
Lalli, Gunna, Helgi og Bína.
Ekillinn var Einar á Brún.
Yfir hæðir, holt ogengi,
hossuðust þau langalengi.
Sólin gyllti grundir og tún.

Hestur og kerra…

Sungu hátt og hlógu mikið,
harla ánægð fyrir vikið
þegar nærri komið var kvöld.
Hesturinn á heimleið vakur.
Hundurinn þá elti spakur
ferðalanga fyrir heilli öld.

Hestur og kerra…

[af plötunni Anna Pálína og Aðalsteinn Ásberg – Berrössuð á tánum: Bullutröll]