Sjö, níu, þrettán!

Sjö, níu, þrettán!
(Lag og texti: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson)

Sjö, níu, þrettán!
Sannaðu til
að sumt er bara leikur
en annað hættuspil.

Það er ýmislegt sem ekki má gera.
Einfaldlega best að láta það vera.
Kannski er það hjátrúin, kannski meira‘ en það.
Hér koma nokkur atriði sem þarf að gæta að.

Margir hafa ótrú á einhverri tölu.
Ekki nefna þrettán við Siggu eða Völu!
Kveldu ekki logann á kerti! Svo er best
að klæða sig í réttri röð í fötinn ens og sést.

Sjö, níu, þrettán…

Klæi þig í lófana, krónur eignast þú,
en klæi þig í nefið reiðistu einmitt nú.
Gestakomu boðar geyspi eða hnerri.
Að ganga undir stiga er saga heldur verri.

Taktu á þig krók ef sérðu svartan kött!
Segðu ekki í gríni að það sé út í hött.
Og hvenær sem þú skrökvar klárt það líka er
að kemur svartur blettur á tunguna í þér.

Sjö, níu, þrettan…

Þeim sem brjóta spegil bregður kannski‘ um hríð
því búast má við sjö ára ógæfutíð.
Samt getur verið ráð í glerbrotin að ná
og grafa þau í jörðu eða fleygja út í á.

Ekki drepa járnsmið eða stíga‘ á strik!
Stundum getur þó verið erfitt um vik
að krækja fyrir horn til að komast sína leið
og kunna allar reglurnar sem gilda bara´ í neyð.

Sjö, níu, þrettán…

[af plötunni Anna Pálína og Aðalsteinn Ásberg – Berrössuð á tánum: Bullutröll]