Sáuð þið hana systur mína

Sáuð þið hana systur mína
(Lag / texti: Páll Ísólfsson / Jónas Hallgrímsson)

Sáuð þið hana systur mína
sitja lömb og spinna ull?
Fyrrum átti ég falleg gull,
nú er ég búinn að brjóta og týna.

Einatt hefur hún sagt mér sögur,
svo er hún ekki heldur nísk,
hún hefur gefið mér hörpudisk
fyrir að yrkja um sig bögu.

Hún er glöð á góðum degi
– glóbjart liðast hár um kinn –
og hleypur þegar hreppstjórinn
finnur hana á förnum vegi.

[m.a. á plötunni Magnús Jónsson – Magnús Jónsson]
[til eru fleiri en eitt lag við þennan texta]