Undarlegar verur

Undarlegar verur
(Lag og texti Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson)

Allt í kringum okkar búa
undarlegar verur,
háar, lágar, heitar, kaldar,
hugsanlega í jörðu faldar
og langar í ljósaperur.

Geitungar og gráðug eðla
grunsamlegur snákur,
fíngerður en fagurtenntur
flennikjaftur, sundurglentur.
Nú bít ég þig bara, strákur!

Ég hef séð grænan trúð
og gulan hest en gettu nú
hvað mér líkar best.
Það er einfaldlega eldrauð mús,
ein á bak við hús.

Rómantískur risafiskur,
röndótt hunangsfluga,
flóðhestar með feita rassa,
frekjuljón sem þarf að passa.
Það vert er að hafa‘ í huga.

Syngjandi kátur sumarfugl,
sæljón, örn og valur,
brunnklukkur og bangsapabbar,
bústinn fíll sem enginn gabbar
og hversdaglegur hvalur.

Ég hef séð bláa skötu og brúnan prest
en best er nú það sem ekki sést.
Það er einfaldlega eldrauð mús,
ein á bak við hús.

Glansandi fínir geimfarar,
gömul kona að róla,
sallarólegar sardínur
syndandi‘ á bak við gardínur
en vilja vera í skóla.

Skjaldbaka í skíðaferð,
sköllótt önd að synda.
Örlaganorn með ískalt glott.
Ég læt mér það samt lynda.

Ég hef séð búálfa og boðinn gest
en best er nú það sem ekki sést.
Það er einfaldlega eldrauð mús,
ein á bak við hús.

[af plötunni Anna Pálína og Aðalsteinn Ásberg – Berrössuð á tánum: Bullutröll]