Hugurinn reikar víðar

Hugurinn reikar víðar
(Lag / texti: Ingibjörg Sigurðardóttir / Una Þ. Árnadóttir)

Kveð ég ein á kaldri strönd,
köld er gjólan stríða.
Hrímguð eru mín hugarlönd
og horfin sumarblíða,
hugurinn reikar – hugurinn reikar víða.

Fyrrum sat ég í fjallasal,
fagurt var til hlíða.
Ljúft var að hlýða á lækjahjal
og lóusönginn blíða.
Hugurinn reikar – hugurinn reikar víða.

[af plötunni Heyrði ég í hamrinum – ýmsir]