Húsamúsarvísa

Húsamúsarvísa
(Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk)

Ég er heldri húsamús,
hefi allt sem þarf til bús,
magál bæði og bringukolla,
bústin krof og spergla holla,
fæ mér bita og bita í senn,
bragðgott er það, viti menn,
uni við það alla daga
enda hef ég góðan maga.

[af plötunni Dýrin í Hálsaskógi – úr leikriti]