Laumuvísa refsins

Laumuvísa refsins
(Lag / texti: erlent lag / Kristján frá Djúpalæk)

Nei, gras og garðakál
ei girnist heilbrigð sál.
Að öðlast slægð og afl af því
alveg vonlaust mál.
En betri angan ber
nú blær að vitum mér.
Ég kannast við sviðin af svíni
og sósan og fleskið það matur er.
Á svínasteik ég soltnum augum mæni.
Ég sveitabýlið niðri‘ í ásnum ræni.
Nú líð ég líkast blæ
að lágum moldarbæ.
Og – einn og tveir og þrír – og þá
ég þráðan bita fæ.

[af plötunni Dýrin í Hálsaskógi]