Hvað kemur mér það við?

Hvað kemur mér það við?
(Lag og texti: Bubbi Morthens)

Við lifum á tímum tómleika og kvíða,
töfrarnir virka ekki lengur.
Lífið er metið sem tap eða gróði.
Í myrkri aleinn maðurinn gengur,
munaðarlaus lítill drengur.

Við lifum á tímum trúleysis og heimsku.
Tölum um frelsi til að velja
dauðann í formi ofsa eða drykkju
og menga landið og selja.
Ímynd þess á leið til Heljar.

En hvað kemur mér það við?
Ég hugsa um mig og mína.

Við lifum á tímum taumlausrar græðgi.
Tómið í hjartanu stækkar
uns vitið bilar og ekkert er eftir
nema ruslahaugur sem hækkar
og haf þar sem fiskunum fækkar.

Við lifum á tímum tapaðra gilda,
trúum á álfa og kára.
Bjóðum til landsins slökkvara ljóssins
og keyrum höfuð niður í nára.
Niðri í klofinu er frelsisára.

En hvað kemur mér það við?
Ég hugsa um mig og mína.

[af plötunni Bubbi Morthens – Sól að morgni]