Öldueðli

Öldueðli
(Lag og texti: Bubbi Morthens)

Dunandi brunandi brimaldan grá
berjandi merjandi af hamslausri þrá
skolar hún skipi að landi.

Æsandi hvæsandi hendir sér á
hlæjandi æjandi veltur svo frá
skipi sem skellur á sandi.

Hóglega rólega hjalar við stein,
blíðlega þýðlega þekur hún bein
þarafaðmi köldum.

Krauma straumar kafinu í,
brjótast með skellum og gný
í algleymi lyfta öldum.

Þreifandi hreyfandi svartur sjár,
svæfandi hræðandi hyggjuflár
enginn skap hans skilur.

Sefandi gefandi grimmur hrár,
seiðandi veiðandi fagurblár
eðli sitt öllum hylur.

[af plötunni Bubbi Morthens – Lífið er ljúft]