Hvað sem verður

Hvað sem verður
(Lag og texti: Bubbi Morthens)

Hvað sem verður, hvað sem verður, hvað sem verður
mun ást mín fylgja þér,
hvað sem verður, hvað sem verður, hvað sem verður
mun ást mín fylgja þér.

Hvað sem þú gerir þá gangi þér vel,
megi ljós þitt skína skært
alla þína daga um ókomna tíð,
þitt hjarta er mér svo kært,
hvað sem þú gerir blessun fylgir því
og sól þín skíni skært,
þess ég óska fallega kona,
þú ert mér svo kær.

Hvað sem verður…

Megi gleðin ganga þér við hlið
og gleðja hjarta þitt,
megi skuggi aldrei falla á þig,
fallega yndið mitt,
þó ég sé farinn þú verður alltaf ljósgeislinn minn,
megi hver einasti dagur í lífi þínu
verða happadagurinn þinn.

Hvað sem verður…

[af plötunni Bubbi Morthens – Ást]