Hve bágt ég á
(Lag / texti: erlent lag / Jónas Friðrik Guðnason)
Ég vaknaði í morgun og vissi bara eitt:
Nú væri besta að gera‘ ei neitt
en strumpa undir sæng.
Því ég fann til í hálsinum
og hausinn var með pínu
og hnerrar stórir dundu
í nefkrílinu mínu.
Ég dorma hérna inni,
en dásamlegt það er
hve vel ég ber mig núna,
eins veikur og ég er.
Á, á, á, hve bágt ég á.
Gef mér heitan kakódrykk, þá hætti ég að vola.
Á, á, á, það líður frá.
Bráðum verð ég strumpafrískur, enda engin rola.
Þó víst sé gott að slappa af
og slaka stundum á.
Fer strumpurinn brátt líf
og fjör og leik að þrá.
Ég þoli varla lengi
að lúra hérna, svo
ég ætla út að leika mér eftir
einn dag eða tvo.
Það hressir upp á lífið
og heilsuna ég finn
að hlusta vel og lengi
á strumpadiskinn minn.
Á, á, á, …
[af plötunni Strumparnir – Strumpastuð 2]