Hvínandi vindur
(Lag og texti: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson)
Hvínandi hvínandi vindur,
hvaðan ber þig að?
Hvert ertu að fara,
viltu segja mér það?
Hvínandi hvínandi vindur
kætir mína lund
og kann svo marga leiki
sem taka stutta stund.
Hvínandi hvínandi vindur
hvarf frá mér í brott
en kom mér til að hlæja
og mikið var það gott.
Hvínandi hvínandi vindur
hvar ert þú í dag,
kannski á bak við fjöllin
að syngja þetta lag.
[af plötunni Anna Pálína og Aðalsteinn Ásberg – Berrössuð á tánum]