Í réttu ljósi

Í réttu ljósi
(Lag / texti: Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson / Kristlaug María Sigurðardóttir, Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson og Valgeir Skagfjörð)

Ef horft er á í réttu ljósi hve lífið er stutt
og lukkan svo hverful og smá.
Ef horft er á í réttu ljósi.
Hver dagur er gjöf,
svo margt sem að hægt er að sjá.

Við syngjum saman.
Eitt yfir alla – gengur yfir einn.
Eitt fyrir alla – gengur fyrir einn.
Eitt fyrir alla – gengur fyrir einn.
Einn fyrir alla og allir fyrir einn.

Ef horft er á í réttu ljósi hvað það í
rauninni er sem fær lítið hjarta til að slá.
Ef horft er á í réttu ljósi.
Hvers vegna ást er eitthvað sem allir þrá.

Við syngjum saman…

Fyrir allan heiminn, við skulum biðja um
frið og kærleik og hamingju…

[af plötunni Ávaxtakarfan – úr leikriti]