Ísland, Ísland ég vil syngja

Ísland, Ísland ég vil syngja
(Lag / texti: Sigurður Þórðarson / Hulda (Unnur Benediktsdóttir Bjarklind)

Ísland, Ísland ég vil syngja
um þín gömlu, traustu fjöll,
þína hýra heiðardali,
hamraskjól og vatnaföll,
þín fögru fjarðarboga,
frjálsan blæ og álftasöng,
vorljós þitt og vetrarloga,
vallarilm og birkigöng.

Ísland, Ísland ég vil búa
alla stund í faðmi þér.
Huga minn og hjarta áttu
hvert sem vængi lífs míns ber.
Vætta tryggðin vaki yfir
vogum þínum, hlíð og strönd
meðan ást og óður lifir
og í norðri blómgast lönd.

[af plötunni Karlakór Selfoss – Allt er fertugum fært]