Langar þig að læra að boxa?

Langar þig að læra að boxa?
(Lag / texti: erlent lag / Davíð Þór Jónsson)

Langar þig að læra að boxa?
Langar þig í slag?
Láta heljarhöggin dynja?
Hefur á því lag?
Kanntu að berja og slát? Kanntu að bíta þér frá?
Kanntu að berjast?
Kannstu að villa öðrum sýn? Veistu að varúð er brýn?
Kanntu að verjast?
Hafirðu ei það em þarf
þú skalt finna annað starf.

Langar þig að læra að boxa?
Lemja aðra í spað?
Ég sé vel hvort er varið í þig,
veit allt um það.
Þó að allt virðist fært áttu enn margt ólært,
elsku vinur.
Þó að vel virðist gert getur verið að þú sért
voða linur.
Hafirðu ei það sem þarf
þú skalt finna annað starf.

Settu hann í hringinn,
horfum drenginn á.
Hvar er einbeitingin?
Kann hann ekki að slá?
Þann saklausa dreng
við kýlum í keng.
Líttu á þennan staula.
Langar hann í sjans?
Kremjum þennan aula,
kennum honum dans.
Já ofureflið
snýr hann úr hálslið.
Hættu við!

Langar þig að líf þitt, vinur,
lýsi frægðarsól?
Kannski berstu bærilega
blundi í þér fól.
Haltu áfram að slást, þú skalt þjarka og þjást,
þú skalt þræla.
Já, þú um það ei fæst því ef árangur næst
er það sæla.
En hafirðu‘ ei það sem þarf
þú skalt finna annað starf.

[af plötunni Bugsy Malone – úr leikriti]