Yfirgefin og án þín

Yfirgefin og án þín
(Lag / texti: erlent lag / Davíð Þór Jónsson)

Rétt eins og flón, reikul í spori,
ráfa ég um alla tíð.
Rétt eins og flón, sem fugl að vori,
flýg ég á rúðu og líð.
Ó, ég vildi vita eitt:
Hví ég vitkast aldrei neitt.
Yfirgefin og án þín
eins og skýjaglópur græt ég
að skýjaborgin var tálsýn.

Aftur á ný, eirðarlaus kjáni,
uggði ei að mér, söng og hló.
Aftur á ný, auðtrúa kjáni
eignaðist von sem að dó.
Ég hef farið þessa ferð
og mér fannst hún ei þess verð.
Yfirgefin og án þín
eins og skýjaglópur græt ég
að skýjaborgin var tálsýn.

[af plötunni Bugsy Malone – úr leikriti]