Utangarðs
(Lag / text: erlent lag / Davíð Þór Jónsson)
Ó, mig auman, einn og utangarðs.
Sitjið ekki á rassinum að kveina yfir hvernig hefur farið.
Hvað er unnið með að sóa tímanum í grátstafi og vein?
Tímanum er mun betur í ýmsiss konar uppbyggingu varið.
Engu er að tapa því af botninum er leiðin aðeins ein.
Já, breið og bein.
Sittu ekki gónandi í gaupnir þér að þykja þetta miður.
Gráttu ekki tækifæri sem að eru horfin út í vind.
Heilladísin skiptir oft um skoðun, það er hefðarkvenna siður.
Haltu áfram ótrauður, að lokum muntu ná á efsta tind.
Verjið ekki tímanum í örvæntingu yfir þessu lífi.
Allt er hægt að minnsta kosti þangað til að á það hefur reynt.
Sitjið ekki á rassinum í öngum ykkar yfir þessu lífi.
Allt er hægt að minnsta kosti þangað til að það hefur reynt.
Það er aldrei of seint.
Allir saman út og upp á við.
[af plötunni Bugsy Malone – úr leikriti]