Lífið hún sá í ljóma þeim (Álfar)
(Lag / texti: Ingi T. Lárusson / Þorsteinn Erlingsson)
Lífið hún sá í ljóma þeim
ljósinu‘ af bláum augum tveim.
Álfarnir sjá um allan heim
enginn er svona fríður
álfaþjóð í brúðardansinn bíður.
Glóir í ljóma hinn gamli bær
glaðar en sól á vori
réttir arminn út og hlær
álfur í hverju spori.
En hver er röddin sæta sú
sem að eyjum líður?
Aldni heimur ert það þú?
Orðinn svona fríður.
Komdu, komdu, komdu nú kallar rómur þýður.
Álfaþjóð í brúðardansinn bíður.
[af plötunni Karlakór Rangæinga – Vorgangur]