Litla skáld á grænni grein
(Lag / texti: Gunnar Sigurgeirsson / Þorsteinn Erlingsson)
Litla skáld á grænni grein,
gott er þig að finna,
söm eru lögin, sæt og hrein,
sumarkvæða þinna.
Við þinn létta unaðsóð
er svo ljúft að dreyma,
það eru sömu sumarljóð
sem ég vandist heima.
Vilji‘ og einhver vinur kær
vísur mínar heyra,
syng ég eins og sunnanblær
sumarljóð í eyra.
Sjái´ég unga silki-Hlí
sitja fölva og hljóða,
kannist hún við kvæðin
mín kyssi‘ ég hana rjóða.
Syngdu vinur, syngdu skært,
syngdu‘ á þýða strengi
svo mig dreymi, dreymi vært,
dreymi rótt og lengi.
[m.a. á plötunni Karlakór Rangæinga – Vorganga]