Lindin mín

Lindin mín
(Lag / texti: Ingibjörg Sigurðardóttir / Árilíus Níelsson)

Ég minnist þín bernskunnar blíðróma lind,
hve bljúg voru lög þín og fögur.
Þú speglaðir framtíðar fegurstu mynd
og fluttir mér ljóð þín og sögur.

Og ennþá ég hlusta‘ eftr ómum frá þér
og æskunnar fjarlægu dögum.
Í ljósheimi vorsins þeir laðast að mér
með laufþyt frá blómskreyttum högum.

Ó, lindin mín kæra, svo ljúft var þitt mál
frá ljóðsins og tónanna heimi.
Það lifir í hjarta það ljómar í sál.
Ég lög þín að eilífu geymi.

[af plötunni Heyrði ég í hamrinum]