Með vorið í hjarta

Með vorið í hjarta
(Lag / texti: Ingibjörg Sigurðardóttir / Erla)

Ég horfi með vorið í hjarta
á héluðu rúðurnar enn
og gleð mig við geislana bjarta,
og gluggana þíða nú senn.

Þó gisin sé kotbæjar kytra
og kuldi með næðingi hér,
ég vona að vori hið ytra,
fyrst vorar í hjarta mér.

[af plötunni Heyrði ég í hamrinum – ýmsir]