Ríðum sveinar sem…

Ríðum sveinar sem…
(Lag / texti: erlent lag / ókunnur höfundur)

Ríðum sveinar senn,
saman fljóð og menn
um fold í flokkum enn.
Brosir móti blíð
blessuð fjallahlíð,
svo mæt sem mærin þýð.
Yfir arnarból,
árnar dal og hól,
uns að sest er sól
sæl við Tindastól.
Látum skella
hóf við hellu,
hart svo járnin fari mót
og gneistum sindri grjót.
Húrra.

[af plötunni Karlakórinn Söngbræður – Vorvindar]