Vorvindar

Vorvindar
(Lag / texti erlent lag / Páll Helgason)

Þegar hlýir vorsins vindar
vetrar leysa klakabönd,
grænka taka tún og rindar,
tíbrá vefur dal og strönd.
Heim úr suðri fuglar fljúga,
fylla loftið gleðisöng.
Kátar öldur kletta gnúa,
kvöldin verða björt og löng.
Vorsins ungi undramáttur
öllum svalar, mildur, hlýr.
Aldnir hugir aftur finna
æsku sinnar draumalönd,
sjá í veröld vona sinna
við sér hlæja bláa strönd.

[af plötunni Karlakórinn Söngbræður – Vorvindar]